Stacks Image 354
Almennar upplýsingar
Morgunháþrýstingur
Morgunblóðþrýstingur er mældur innan við 1-2 klst eftir að einstaklingurinn vaknar. Ef meðaltalið af morgunmælingum er hærra en 135/85mmHg er einstaklingurinn skilgreindur með morgunháþrýsting.
Til eru tvær tegundir af morgunháþrýsting
Einstaklingar sem hafa annað hvort stöðugt háan blóðþrýsting yfir alla nóttina eða verða fyrir blóðþrýstingshækkun þegar þeir sofa.
Einstaklingar sem verða fyrir mikilli blóðþrýstingslækkun á nóttinni sem hækkar svo aftur á morgnanna
Í báðum tilvikum getur verið erfitt að greina morgunháþrýsting því þegar sjúklingar fara til læknis hefur blóðþrýstingurinn í flestum tilfellum lækkað aftur og þar með ómögulegt að greina hann. Þess vegna mæla læknar með því að sjúklingar fylgist með blóðþrýsting sjálfir heima hjá sér.
Miklilvæg áhrif
Það eru gildar ástæður fyrir því af hverju sjúklingar eru hvattir til að gera mun á hefðbundnum háþrýsting og morgunháþrýsting. Það er vitað að flest alvarleg atvik tengd hjarta- og æðakerfinu og heilablóðföll eiga sér stað á morgnanna og eru oft tengd morgunháþrýsting. Skemmdir á líffærum og fylgikvillar sykursýki virðast líka tengjast morgunháþrýsting.
 
Heimamælingar
Læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn mæla með að fólk stundi heimamælingar af ýmsum ástæðum, m.a. til að:
  • Fylgjast vel með helstu vísbendingunni um heilsu þína
  • Geta upplýst lækninn þinn svo hann geti betur skilið og meðhöndlað háþrýstinginn
  • Hafa yfirsýn yfir hvort lyfjameðferðin er að skila árangri
Mörgum tegundum háþrýstings er bara hægt að fylgjast með með því að mæla reglulega blóðþrýsting heima fyrir t.d:
  • Læknaslopps háþrýstingur: einstaklingur mælist með háan blóðþrýsting hjá lækni en mun lægri þegar heim er komið
  • Falinn háþrýstingur: einstaklingur mælist með mun lægri blóðþrýsting hjá lækni heldur en heima hjá sér.
Að auki er rétt að geta þess að margir þættir geta haft áhrif á blóðþrýsting, t.d. líkamleg áreynsla, tilfinningalegt uppnám, lyfjagjafir og streita. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast reglulega með blóðþrýstingnum heima.
Að fylgjast með blóðþrýstingnum heima gerir þér kleift að taka mælingar á mismunandi tíma dags. Með því að fylgjast með mælingunum getur þú veitt lækninum þínum betri upplýsingar sem hjálpar honum að meta árangur meðferðarinnar.