Stacks Image 616
Líkamshiti vísar til kjarnhita í líkamanum. Mikilvægt er að viðhalda réttum líkamshita til að helstu líffærakerfi geti starfað eðililega t.d. miðtaugakerfi, innri líffæri og æðakerfi.
Með því að snerta húðina er hægt að finna hvort sumir hlutar líkamans eru heitir og aðrir kaldir. Munnvatn, raki og sviti frá húðinni getur allt haft áhrif á þær hitamælingar sem gerðar eru. Það að borða, fara í bað, stunda líkamsrækt eða jafnvel gráta getur einnig haft áhrif á niðurstöður.
“Eðlilegur líkamshiti” er venjulega í kringum 37°C. Hafa skal í huga að þessi tala getur verið misjöfn eftir einstaklingum. Líkamshiti getur verið breytilegur eftir aldri einstaklingsins og tíma dags. Að öllu jöfnu er hiti lægstur á morgnanna, nær hámarki seinni part dags og lækkar örlítið þegar líður að háttatíma.
Til að geta með réttu sagt hvort fjölskyldumeðlimur er með hita eða ekki er grundvallaratriði að vita hver eðlilegur líkmashiti manneskjunnar er þegar hún er hraust.
Hækkaður líkamshiti er einn af varnarháttum líkamans. Þegar bakteríur eða vírusar komast inn í líkamann fer líkaminn í vörn, virkjar ónæmiskerfið og líkamshitinn hækkar. Þeim mun meiri hitahækkun, því meiri efnaskiptahraði, sem hindrar sjúkdómsvalda í að ná yfirhöndinni.