Hvers vegna að mæla líkmshita?
Það er gríðarlega mikilvægt að mæla líkmshita, margir sjúkdómar lýsa sér í breytingum á líkamshita og hægt er að fylgjast með gangi sjúkdóms og meta árangur meðferðar með því að fylgjast með hitanum.
Hvað er mikilvægt þegar verið er að mæla líkmshita
Þegar verið er að mæla líkamshita skiptir alltaf máli hvar hann er mældur. Munur er á yfirborðshita og kjarnhita. Yfirborðshiti er þá mældur á yfirborði húðarinnar og er blanda af kjarnahita og umhverfishita. Kjarnhiti er mældur með því að staðsetja hitamæli inn í líkamsop og tekur hann þá mið af hitastigi slímhúðarinnar.
Hvar er best að mæla líkamshita?
Í endaþarm
Áreiðanlegasta mælingin og sú sem kemst næst kjarnhita er mæling í endaþarmsop. Þessi mæling er nákvæm og hefur jöfnustu niðurstöðurnar. Venjulega eru þessar mælingar á bilinu 36,2°C - 37,7°C hjá heilbrigðum einstaklingum.
Í munn
Hægt er að mæla hitastig í munni með því staðsetja hitamælinn út við kinn eða undir tungu. Báðar mælingarnar eiga það til að vanmeta hitastig um 0,3 – 0,8 °C. Af þessum tveimur er mæling undir tungu ákjósanlegri.
Í handakrika
Hægt er að mæla hitastig í handakrika og í nára. Í báðum tilvikum er viðeigandi útlim (upphandlegg eða læri) þrýst upp að líkamanum til að reyna að útiloka áhrif umhverfishita. Þessi mæling hefur þá annmarka að hún tekur langan tíma og er ekki mjög áreiðanleg. Ef hiti er mældur á þennan hátt sýnir hann 0,5°C – 1,5°C lægra hitastig en ef gerð væri mæling í endaþarm. Hjá ungabörnum er hiti mældur í handarkrika hins vegar mun nærri endaþarmshita heldur en hjá fullorðnu fólki. Einnig ber að hafa í huga að handakrikamælingar hjá mjög grönnu fólki eru ekki áreiðanlegar vegna þess hversu erfitt er útiloka umhverfisáhrif.
Hversu nákvæmur er hitamælirinn?
Að lokum er rétt að geta þess að nákvæmni hitamælinga byggist á hitamælinum og því hvernig hitinn er mældur. Enginn hitamælir gerir ráð fyrir öllum umhverfisáhrifum og því er mikilvægt að taka tillit hinna ýmsu þátta þegar líkamshiti er mældur t.d. tíma dags, umhverfishita, staðsetningu hitamælisins og líkamsástandi einstaklingsins sem á að mæla.
Það er gríðarlega mikilvægt að mæla líkmshita, margir sjúkdómar lýsa sér í breytingum á líkamshita og hægt er að fylgjast með gangi sjúkdóms og meta árangur meðferðar með því að fylgjast með hitanum.
Hvað er mikilvægt þegar verið er að mæla líkmshita
Þegar verið er að mæla líkamshita skiptir alltaf máli hvar hann er mældur. Munur er á yfirborðshita og kjarnhita. Yfirborðshiti er þá mældur á yfirborði húðarinnar og er blanda af kjarnahita og umhverfishita. Kjarnhiti er mældur með því að staðsetja hitamæli inn í líkamsop og tekur hann þá mið af hitastigi slímhúðarinnar.
Hvar er best að mæla líkamshita?
Í endaþarm
Áreiðanlegasta mælingin og sú sem kemst næst kjarnhita er mæling í endaþarmsop. Þessi mæling er nákvæm og hefur jöfnustu niðurstöðurnar. Venjulega eru þessar mælingar á bilinu 36,2°C - 37,7°C hjá heilbrigðum einstaklingum.
Í munn
Hægt er að mæla hitastig í munni með því staðsetja hitamælinn út við kinn eða undir tungu. Báðar mælingarnar eiga það til að vanmeta hitastig um 0,3 – 0,8 °C. Af þessum tveimur er mæling undir tungu ákjósanlegri.
Í handakrika
Hægt er að mæla hitastig í handakrika og í nára. Í báðum tilvikum er viðeigandi útlim (upphandlegg eða læri) þrýst upp að líkamanum til að reyna að útiloka áhrif umhverfishita. Þessi mæling hefur þá annmarka að hún tekur langan tíma og er ekki mjög áreiðanleg. Ef hiti er mældur á þennan hátt sýnir hann 0,5°C – 1,5°C lægra hitastig en ef gerð væri mæling í endaþarm. Hjá ungabörnum er hiti mældur í handarkrika hins vegar mun nærri endaþarmshita heldur en hjá fullorðnu fólki. Einnig ber að hafa í huga að handakrikamælingar hjá mjög grönnu fólki eru ekki áreiðanlegar vegna þess hversu erfitt er útiloka umhverfisáhrif.
Hversu nákvæmur er hitamælirinn?
Að lokum er rétt að geta þess að nákvæmni hitamælinga byggist á hitamælinum og því hvernig hitinn er mældur. Enginn hitamælir gerir ráð fyrir öllum umhverfisáhrifum og því er mikilvægt að taka tillit hinna ýmsu þátta þegar líkamshiti er mældur t.d. tíma dags, umhverfishita, staðsetningu hitamælisins og líkamsástandi einstaklingsins sem á að mæla.