Hvað er blóðþrýstingur?
Hjartað er lítil en öflug pumpa sem slær taktfast. Þrýstingurinn sem hjartað notar til að dæla blóði í gegnum æðarnar er kallaður blóðþrýstingur.
Þegar hjartavöðvinn dregst saman streymir blóð um slagæðarnar. Þessi þrýstingur mælir efri mörk blóðþrýstingsins (systola). Neðri mörkin (diastola) er hvíldarþrýstingur áður en hjartað dregst saman aftur.
Eðlilegur blóðþrýstingur ætti að vera undir 140/85mmHg
Hver eru einkenni háþrýstings?
Vandamálið við háþrýsting er að venjulega er sjúklingurinn einkennalaus. Eina leiðin til að greina háþrýsting er að mæla blóðþrýstinginn með þar til gerðum mæli. Auðveldast er að panta tíma hjá lækni og biðja hann um að mæla þrýstinginn eða mæla sig sjálfur með blóðþrýstingsmæli.
Hver er langtíma áhættan við of háan blóðþrýsting?
Ef háþrýstingur er ekki meðhöndlaður getur hann leitt til ýmissa kvilla, svo sem hjartaáfalls, blóðrásarvandamála og nýrnabilunar. Of hár blóðþrýstingur er líka ein algengasta ástæðan fyrir heilablóðfalli.
Hvað veldur of háum blóðþrýsting?
Margir þættir geta valdið háþrýsting, oft tengdir nútíma lifnaðarháttum. Algengast er offita, of mikil áfengisneysla, reykingar, of lítil hreyfing og streita. Einnig getur háþrýstingur gengið í erfðir.
Hvað get ég gert til að lækka blóðþrýstinginn?
Mikilvægt er að borða fjölbreyttan mat, mikið af ávöxtum, grænmeti, kartöflum og hrísgrjónum. Reyndu að forðast dýrafitu og nota minna af salti. Einnig er nauðsynlegt að sneiða hjá áfengi og hreyfa sig reglulega. Ef þú reykir ættirðu að hætta því. Ef þörf er á mun læknirinn þinn ávísa viðeigandi lyfjum til að lækka blóðþrýstinginn.
Hversu nákvæmir eru blóðþrýstingsmælarnir?
Mælarnir eru mjög nákvæmir svo framarlega sem þeir séu rétt stilltir, yfirfarnir reglulega og vottaðir.
Flestir OMRON blóðþrýsingsmælar eru vottaðir af læknum samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum. Þetta þýðir að viðskiptavinurinn getur fullvissað sig um að mælingarnar eru nákvæmar.
Hvort úlnliðsblóðþrýstingsmælir eða mælir sem mælir á upphandlegg betri?
Báðir mælar gefa nákvæma niðurstöðu. Upphandleggsmælarnir eru hefðbundnari fyrir notkun í heimahúsum en úlnliðsmælarnir eru heppilegri til að taka með sér t.d. í ferðalög.